Hópur frá Selfossi á Powerade-búðum Gústa

Síðustu daga hafa níu 12 og 13 ára strákar frá Selfossi verið í Powerade körfuboltabúðunum sem fram fóru í Origo-höllinni að Hllíðarenda. Búðirnar, sem stóðu yfir í 4 daga frá klukkan 17:30-21:00, eru fyrir stúlkur og drengi frá 12-18 ára.

Lesa meira...

Svenni tekur slaginn á ný

Sveinn Hafsteinn Gunnarsson skrifaði í kvöld undir nýjan leikmannasamning og tekur því slaginn með Selfossi þriðja árið í röð.

Lesa meira...

Tveir Skagfirðingar styrkja hópinn

Skagfirðingarnir Hlynur Freyr Einarsson og Friðrik Hrafn Jóhannsson hafa ákveðið að ríða Kjöl í sumar og dvelja á Selfossi næsta vetur. Þeir munu leggja sín lóð á vogarskálarnar til að styrkja leikmannahópinn í bænum fyrir átökin í 1. deildinni.

Lesa meira...

Selfoss semur við Bandaríkjamann

Selfoss-Karfa hefur samið við Bandaríkjamanninn Julius Brooks um að leika fyrir félagið í 1. deild karla á komandi tímabili. Brooks er 27 ára gamall, 206 sm (6'9") öflugur framherji með töluverða reynslu af atvinnumennsku utan heimalandsins.

Lesa meira...

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Tuesday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©